14.12.2006 | 00:45
Félagaferðin og fleira
Maður getur nú ekki látið hjá líða að nefna aðeins jólaferð Félagans en það er eins og ég hef áður sagt félagsskapur karl starfsmanna Álftanesskóla. Farið var á hlaðborð á Veitingahúsið Rauðará við Rauðarárstíg maturinn bragðaðist mjög vel og vömbin kíld út . Þar sem um var að ræða tvöfalda bókun í matinn um kvöldið þurftum við að færa okkur um set rétt fyrir níu. En það voru nú sem betur fer allir búinir að borð þannig að við færðum okkur á næstu hæð fyrir ofan.
Eftir góða setu á annarri hæðinni var haldið niður í bæ. Ég verð á láta aðra segja frá þeirri ferð því ég hélt heim á leið því það var mæting í Íþróttaskólann morguninn eftir. Sá tími heppnaðist feikna vel milli 85 og 100 börn mættu ásamt eldri systkynum, foreldrum, öfum og ömmi. Valgeir Skagfjörð kom og spilaði á píanó og síðan mættu að sjálfsögðu jólasveinarnir. Fín stemming og allir fóru glaðir og sáttir í jólafríið sitt.
Að því að það eru að nálgast jólin þá verð ég að bend á eina fruntalega góð uppskrift að rúgbrauði sem ég baka óreglulega. Það besta við þessu uppskrift er hvað hún er einföld. Öllu hræst saman og sett í kökuform eða Mackintosch-dós (muna að setja bökunarpappír inn í) og bakað í ofni í fjóra tíma.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.