Félagaferðin og fleira

Maður getur nú ekki látið hjá líða að nefna aðeins jólaferð Félagans en það er eins og ég hef áður sagt félagsskapur karl starfsmanna Álftanesskóla. Farið var á hlaðborð á Veitingahúsið Rauðará við Rauðarárstíg maturinn bragðaðist mjög vel og vömbin kíld út Happy. Þar sem um var að ræða tvöfalda bókun í matinn um kvöldið þurftum við að færa okkur um set rétt fyrir níu. En það voru nú sem betur fer allir búinir að borð þannig að við færðum okkur á næstu hæð fyrir ofan.

Eftir góða setu á annarri hæðinni var haldið niður í bæ. Ég verð á láta aðra segja frá þeirri ferð því ég hélt heim á leið því það var mæting í Íþróttaskólann morguninn eftir. Sá tími heppnaðist feikna vel milli 85 og 100 börn mættu ásamt eldri systkynum, foreldrum, öfum og ömmi. Valgeir Skagfjörð kom og spilaði á píanó og síðan mættu að sjálfsögðu jólasveinarnir. Fín stemming og allir fóru glaðir og sáttir í jólafríið sitt.

Að því að það eru að nálgast jólin þá verð ég að bend á eina fruntalega góð uppskrift að rúgbrauði sem ég baka óreglulega. Það besta við þessu uppskrift er hvað hún er einföld. Öllu hræst saman og sett í kökuform eða Mackintosch-dós (muna að setja bökunarpappír inn í) og bakað í ofni í fjóra tíma.


Bessastaðaferð með Álftanesskóla

Það átti nú ekki að líða heil vika frá því síðast var skrifað á síðuna! En svona er það nú nóg að gera eins og sagt er.

Í dag var farið með þrjá yngstu bekki Áltanesskóla til Bessastaða þar sem kveikt var á jólatrjánum fyrir utan Bessastaði. Þessi hefði er búin að vera nokkur undanfarin ár og koma yngstu nemendur Álftanesskóla og elstu nemendur Náttúruleikskólans Krakkakots. Það var fyrrum forsetafrú Guðrún Katrín sem kom þessari hefði á hennar fyrstu jól á Bessastöðum 1996. Eftir að hafa sungið nokkur lög var kveikt á jólatrjánum og dansað í kringum jólatrén. Því næst fengu allir kakó og piparkökur, og þá mættu þrír rauðklæddir sveinar og spjölluðu við nemendur. Þetta gett vel nemendur stóðu sig flest með sóma. Hérna má sjá myndir frá ferðinni.


Íþróttaskólinn á laugardaginn

Nú á laugardaginn 9. desember er síðasti tíminn í íþróttaskóla FH í Kaplakrika en hann hef ég verið með samfleytt frá því haustið 1995 og geri aðrir betur. Á laugardaginn er síðasti tíminn nú fyrir jól en þá verða báðir hópar saman. Hjá okkur eru skráð yfir 100 börn, það hafa verið að mæta milli 85 og 100 börn í hvern tíma (það eru tveir hópar).

  • Við byrjum jólatímann kl. 10:00 þar sem foreldrar og börn leika sér saman á tívolístöðvum.
  • Gerum svo ráð fyrir að fá einhverja rauðklædda kalla í heimsókn.
  • Allir fá síðan eitthvað að svala, kex og mandarínu og eru leystir út með smá gjöf.

Allir eru hjartanlega velkomnir á laugardaginn ef þú ert á aldrinum 2-6 ára og hefur pabba eða mömmu með þér!

 


Eins og allir aðrir .....

Jæja, þá er að vera eins og allir aðrir. Fá sér blogsvæði á mbl. Þá er spurningin hvað held ég þetta út lengi, ég held þetta nú út en spurningin ætti frekar að vera sú. Hef ég mig í að skrifa eitthvað reglulega eigum við að segja 4-5 sinnum í viku. Það ætti nú að kallast sæmilega gott Smile

Þá fer að stittast til helgarinnar einn vinnudagur enn og síðan er jólahlaðborðið hjá Félaganum. En Félaginn er hopur karlkennara Álftanesskóla. Við höldum hópinn, höfum farið á jólahlaðborð undanfarin ár og síðan er grillveisla að vori - frábær hópur.

Læt þetta nú gott heita af fyrstu bloggfærslunni.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband